ÞJÓNUSTA
Sótthreinsun í opinberum rýmum, í atvinnuhúsnæði og í íbúðarhúsnæði
Sótthreinsiþjónustan okkar skilar svo góðum árangri að þjónusta þessi er besta valið í rýmum sem eru viðkvæm fyrir utanaðkomandi smiti, t.d. hreinrýmum (clean-rooms), rannsóknastofum, gjörgæsludeildum og skurðstofum. Við það bætist að lausnin eru hagkvæm og auðveld í notkun og henta því til notkunar á opinberum stöðum, í verksmiðjum, á skrifstofum og jafnvel á einkaheimilum.
Sýklaeyðandi tækni sem fullnægir sjúkrahússtöðlum
Lausnin okkar byggist á oxandi sótthreinsiefni sem verndar gegn örverum einnig eftir að hreinsun er lokið og tækjum sem hreinsa með ýmsum snertilausum, rafstöðutæknilegum og þurrum aðferðum.
Ávinningur og árangur af sótthreinsikerfi Sanondaf
Drepur 99,99% af öllum hættulegum örverum, gerlum og sýklum af öðru tagi. Gríðarlega fljótvirkt: sótthreinsar venjulegt herbergi eða svæði á nokkrum mínútum. Staðfestur árangur umfram hreinsun með klór eða gufuhreinsun. Fullkomlega þurr úða- og þokumeðferð og skilur því ekki eftir neinn raka á yfirborði. Fullnægir sjúkrahússtöðlum. Árangursrík notkun í rýmum sem eru allt að 20.000 rúmmetrar að stærð. Hagkvæmt í samanburði við hefðbundin þrif. Engin skaðleg efni. Öruggt fyrir fólk, gæludýr og plöntur. 100% niðurbrjótanlegt í náttúrunni. Ekki ætandi, öruggt fyrir viðkvæm leikhúskerfi og hljóðfæri. Eyðir vondri lykt.
Hreint þýðir ekki alltaf sótthreinsað
Skaðlegar örverur (sóttkveikjur) sem valda veikindum geta setið eftir á yfirborð þó að strokið hafi verið af flötum eða moppað af gólfi. Sannleikurinn er sá að að þær geta lifað góðu lífi í svömpum og tuskum og þannig dreift sýkingum og sjúkdómum.
Sótthreinsun er aðferð til að drepa sóttkveikjur á borð við gerla, myglu, sveppi og veirur sem eru til staðar á yfirborði hluta og í loftinu, og menga þannig umhverfið. Regluleg sótthreinsun er nauðsynleg til að varna kvefpestum, inflúensu og öðrum veikindum.
Þú færð yfirburðagóða sótthreinsun. Í nýjustu kynslóð snertilausra sótthreinsilausna frá Sanondaf sameinast úðakerfi og sérstakar blöndur sótthreinsiefna. Þessi tvöfalda virkni leiðir af sér sjálfkrafa sótthreinsun andrúmslofts og yfirborðs í herberginu sem þrifið er.
Við erum einnig stoltir hönnuðir að SanoVac, kerfi sem notað er til sótthreinsunar og þrifa á rúmdýnum án nokkurra hreinsiefna.
SanoChem er mjög áhrifaríkt, oxandi sótthreinsiefni sem drepur 99,99% allra skaðlegra sóttkveikja og gerla án þess að fólki, dýrum eða plöntum stafi nokkur hætta af.

SanoFog
Úðahreinsun
SanoFog tryggir að sótthreinsiefnið okkar dreifist á alla fleti í herberginu án þess að þörf sá á skolun eða þurrkun á eftir. Þessi snertilausa tækni dregur úr hættu á víxlmengun smitsjúkdóma.
Í SanoFog-vélinni er hitunar- og jónunarhverfill notaður til að breyta SanoChem-sótthreinsiefninu í þurra þoku. Á þennan hátt verða til afar fíngerðir dropar sem smjúga inn í öll bil og rifur sem ekki næst til með handvirkum þrifum og sótthreinsun. Óhætt að nota SanoFog nálægt hvers kyns rafeindabúnaði því að meðferðin skilur enga bleytu eða raka eftir sig.
Bókaðu Sanofog Sótthreinsiþjónustu frá Sanondaf núna
SanoStatic
Yfirborðs sótthreinsun
SanoStatic er sama tækni notuð og í SanoFog en með sérstökum stút sem gefur SanoChem-sótthreinsiefninu neikvæða rafstöðuhleðslu og veldur því á þann hátt að það dregst að yfirborðsflötum og festist við þá. Þannig verður til sóttkveikjuvörn sem endist lengi.
Bókaðu Sanostatic Sótthreinsiþjónustu frá Sanondaf núna.
