Sótthreinsun ökutækja

Bílar, rútur og önnur samgöngutæki eru viðkvæmir staðir þegar kemur að bakteríum, sýklum og veirum. Veirur geta lifað í marga daga á yfirborðinu og þannig borist milli fólks á auðveldan hátt. Þetta á við um fjölskyldubíla, leigubíla og að sjálfsögðu almenningssamgöngutæki eins og rútur og strætó.


Sanondaf Iceland býður eigendum ökutækja upp á alhliða sótthreinsiþjónustu fyrir ökutæki.   Allt innanrými ökutækisins er þrifið og sótthreinsað hátt og lágt.

Þá er einnig miðstöð og loftræsting ökutækis sótthreinsuð.


Þjónustan er fljótleg, áreiðanleg og örugg.

 

Hægt er að panta tíma og koma með ökutækin til okkar eða við getum komið á staðinn og sótthreinsað bílana og það sem þarf að sótthreinsa.


Sanondaf sér um að sótthreinsa bílaflota fyrir mörg fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og er þjónustan oftast framkvæmd vikulega eða mánaðarlega.   


Sanondaf er með neyðarþjónustu eftir smit og sýkingar fyrir eigendur bifreiða.


  • Leigubifreiðar
  • Hópferðabifreiðar
  • Bílar dreifingarfyrirtækja
  • Fyrirtækjabifreiðar
  • Einkabifreiðar
  • Bifreiðaumboð
  • Bifreiðar opinberra stofnana 
  • Heildarþjónusta í sótthreinsun farartækja